Leikbreytir fyrir Bónus – GRIPIÐ & GREITT 

Gaman að segja frá verkefni sem við hjá Leikbreytir höfum tekið þátt í síðustu mánuði með Bónus og hefur nú litið dagsins ljós.

Þegar viðskiptavinir Bónus sem nýta sér Gripið & Greitt hafa skráð sig inn í appið geta þeir sótt viðskiptamannakort í Wallet. Viðskiptamanna kortið í Apple eða Google Wallet er síðan skannað við upphaf verslunarleiðangurs til að fá afhentan skanna og geta skannað vörurnar sínar beint ofan í innkaupapokann um leið sína um verslunina.

Wallet lausnir Leikbreytis eru kjörnar fyrir þetta verkefni þar sem að viðskiptamannakortið sendir þér skilaboð í formi push notification er þú nálgast verslun og því auðvelt að opna kortið og byrja að versla. Wallet lausnin er líka markaðstól sem Bónus mun geta nýtt sér með því að senda push notification á notendur og koma þannig skilaboðum á framfæri bæði út frá staðsetningu (GPS) sem og óháð staðsetningu.

Gripið & Greitt (sjá hér: https://lnkd.in/eKAWQTN4) er ný útfærsla á skönnunarlausn þar sem viðskiptavinir nýta handskanna til að skanna vörur beint í poka, greiða fyrir og ganga út. Nýjungin í útfærslu hjá Bónus felst fyrst og fremst í tækinu – skannanum, sem er sérhannaður fyrir svona verkefni, en viðskiptavinir geta svo nýtt sér innkaupalista í appi, greiningar á innkaupasögu, ofl. sem eykur enn á notagildið.

#leikbreytir
#gifttowallet
#veskislausnir
#bónus
#gripið&greitt

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *