Mimoza nýr tæknistjóri hjá Leikbreytir

Mimoza Róbertsdóttir hefur verið ráðinn í nýja stöðu hjá Leikbreytir sem tæknistjóri.

Mimoza hefur unnið hjá Leikbreytir frá árinu 2022 og sinnt ýmsum störfum, m.a. sem verkefnastjóri á innleiðingum og haldið utan um þróunarverkefni forritara félagsins sem starfa í tveimur löndum. Síðastliðið ár hefur hún séð alfarið um forritunarteymi félagsins sem þróar Gift to wallet, greiðslumiðlunar- og vistkerfislausn fyrirtækisins sem mörg af stærstu verslunarfélögum landsins hafa innleitt til að gefa út Gjafa-, viðskiptamanna og starfsmannakort á rafrænan og hefðbundin máta. Hún hefur stýrt þróun kerfisins og innleiðingu þess.

Áður starfaði Mimoza  hjá Högum í vefumsjón. Hún er tölvunarfræðingur frá Háskóla Íslands.

„Mimoza býr yfir yfirgripsmikilli þekkingu á starfsemi Leikbreytis og þeim lausnum sem við höfum þróað, Ég fagna því mjög að fá Mimozu í þetta nýja lykilhlutverk,“ segir Yngvi Tómasson framkvæmdastjóri Leikbreytis..

Mörg af stærstu verslunarfyrirtækjum landsins hafa valið greiðslumiðlunar- og vistkerfislausn Leikbreytis Gift to wallet til að halda utan um gjafakort sín en lausnin hentar bæði fyrir verslanir og verslanamiðstöðvar sem nútíma greiðslumiðlunarlausn sem má líkja við vistkerfi. Gift to wallet aðstoðar fyrirtæki við útgáfu gjafa, viðskiptamanna-, vildar- og starfsmannakorta. Lausnin gerir verslunum kleift að gefa út gjafakort og vildarkort á hefðbundin hátt í prenti sem og Apple og Google Wallet.  Með kortunum er síðan hægt að greiða fyrir vörur í verslun og þar sem er kerfið er samþáttað LS Retail, Ax, sjálfsafgreiðslukerfum og DK pos ásamt flestum helstu vefverslunar og Posum.

„Gift to wallet hefur vakið áhuga erlendis enda á Gift to wallet erindi við flest allar verslunarmiðstöðvar og verslanakeðjur um allan heim og áætlar fyrirtækið að innleiða fyrstu viðskiptavini í evrópu á næsta ári“

Viðskiptablaðið fjallaði um nýtt starf Mimozu: 

https://vb.is/folk/mimoza-nyr-taeknistjori-hja-leikbreyti/

 

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *