SÉRLAUSNIR
Snjallmenni
Snjallmenni sem eru alltaf í rétta gírnum til
að selja og klára verkefnin sín hratt og
örugglega.
að selja og klára verkefnin sín hratt og
örugglega.
Snjallmenni
til leigu
Við horfum á snjallmennin okkar eins og hvert annað vinnuafl sem fyrirtæki geta ráðið í vinnu. Fyrst þarf að þjálfa þau og aðlaga að starfinu sem þau taka að sér og í framhaldi standa þau og falla með því vinnuframlagi sem þau veita. Þannig má bera saman áhættuþætti þess að innleiða snjallmenni við það að ráða starfsmenn.
Á meðan við finnum út hvernig snjallmenni nýtist þínu fyrirtæki sem best getur snjallmennið byrjað í hlutastarfi. Í dag bjóðum við upp á snjallmenni sem hægt er að tengja við Facebook Messenger sem við aðstoðum fyrirtæki við að innleiða á vefi sína og ráðleggjum með val á lausnum til að halda utan um samskiptin. Sem dæmi fá verslanir mikið af endurteknum fyrirspurnum um opnunartíma og stöðu á pöntunum sem hægt er að svara sjálfvirkt með snjallmenni. Eins eru fjöldamörg tækifæri til að auka sölu á vefnum með aðstoð snjallmennana okkar en því fyrr sem viðskiptavinum er svarað á netinu því líklegri eru þeir til að versla.