Fyrr í mánuðinum fór Hópkaup af stað með nýja herferð og kynntu nýja mörkun á félaginu ásamt því að kynna nýja lausn í kringum kaup á Hópkaups tilboðum. Lausnin er byggð á Gift to wallet kerfi Leikbreytis sem gerir viðskiptavinum kleift að sækja Hópkaupstilboð í Apple og Google wallet og innleysa þau hjá samstarfsaðilum Hópkaups sem ýmist eru að nýta Gift to wallet POS app í : DK POS, SalesCloud, LS Retail, Reglu eða Posum frá Rapyd, Teyju, Ayden eða Verifone. Við óskum Hópkaup til hamingju með nýja mörkun og hlökkum til samstarfsins.
Meira um innleiðinguna á Ensku síðunni okkar: