SÉRLAUSNIR

Donate Digital

Snjallmenni sem eru alltaf í rétta gírnum til
að skrá mánaðarlega styrktaraðila. Eins í boði lausnir til að selja stafræn gjafakort fyrir góðgerðafélög.

Donate Digital

Donate Digital

Donate Digital er sprotalausn sem Leikbreytir hefur þróað og sótt um styrki hjá Rannís fyrir frekari þróun.  Lausnin byggir á hugmyndum um að nota snjallmenni til að skrá mánaðarlega styrktaraðila góðgerðafélaga í gegnum netspjall og klára skráningu þeirra í viðeigandi kerfi.

Góðgerðafélög á Íslandi hafa nú þegar tekið upp lausnina og nýtt en lausnin er í áframhaldandi þróun. Lausnin er hugsuð til að fækka mistökum í nýskráningu og bjóða upp á að þeir sem skrái sig samþykki skráningu með rafrænum undirskriftum.  Eins er markmiðið að nota gervigreind og aðrar lausnir til að tryggja að sá sem er að skrá sig sé beðinn um viðeigandi hátt framlag.

Hægt er að sjá meira um lausnina á vefnum donate.digital

Alltaf klár í að skrá niður

Færri mistök í bakvinnslu

Ný lausn í stað úthringinga