Skilmálar

Hér á eftir fara almennir viðskiptaskilmálar Leikbreytis.

Almennir viðskiptaskilmálar

Leikbreytir - Almennir viðskiptaskilmálar

Skilmálar þessir og ákvæði þeirra eiga við um öll viðskipti sem Leikbreytir (LB) og viðskiptavinir gera sín á milli um kaup á hugbúnaði og hugbúnaðarþjónustu, nema þeir semji um annað með skriflegum hætti. Skilmálar þessir skulu gilda um öll atriði, nema kveðið sé á um hið gagnstæða með skýrum hætti í sérskilmálum eða samningum aðila. Þegar um er að ræða kaup neytenda, þ.e. einstaklinga utan atvinnustarfsemi, á þjónustu gilda lög um þjónustukaup, nr. 42/2000, um kaup neytenda á þjónustu ef ákvæði þeirra laga eru neytanda hagstæðari en ákvæði skilmálanna.

Með formlegu samþykki viðskiptavinar á tilboði LB er kominn á samningur um viðskipti og gilda um samning þann Almennu skilmálar, nema aðilar semji um annað með skriflegum hætti. LB skilgreinir gildistíma tilboðs og er óbundið af því hafi því ekki verið tekið með formlegum hætti innan gildistíma þess.
Samningur við viðskiptavin kann að skilgreina nánar gildistíma hans, upphafsdag, umfang, þjónustu og verð. Sérstakir viðaukar kunna að verða gerðir við slíka samninga, er tilgreina hugbúnað og þjónustulýsingar. Þá kann að vera gerður viðauki vegna vinnslu á persónuupplýsingum, svokallaður vinnslusamningur (GDPR).

Kominn er á samningur um viðskipti á milli LB og viðskiptavinar, þegar viðskiptavinur hefur staðfest tilboð, undirritað samning eða samningsviðauka, tekið hugbúnað í notkun eða greitt fyrir hana. Staðfest tilboð, samningur ásamt samningsviðaukum, sé um það að ræða, auk Almennu skilmálu þessara myndar heildarsamning aðila. Sé misræmi milli texta Almennra skilmála og texta samnings auk samningsviðauka, gildir texti samnings og viðauka hans.

Reikningar LB vegna þjónustu sem veitt er á grundvelli undirliggjandi samningaeru sundurliðaðir og skilmerkilega uppsettir og í samræmi við þá þjónustuþætti sem keyptir eru, sbr. undirliggjandi samninga ásamt viðaukum. Ágreiningur um fjárhæð reiknings heimilar þjónustukaupa ekki að hafna greiðslu á þeim hluta sem ekki er umdeildur.

Reikningstímabil miðast við almanaksmánuð og er útgáfudagur og gjalddagi reikninga24. hvers mánaðar áður en reikningstímabil hefst. Eindagi reiknings er 8 dögum eftir útgáfudag. Sé reikningur ekki greiddur á eindaga skal viðskiptavinur greiða dráttarvexti, eins og þeir eru ákveðnir samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001, frá og með gjalddaga til greiðsludags.

Komi til breytinga á almennri verðskrá LB, getur LB breytt þjónustugjaldi sínu í samræmi við þær. Sé um breytingar til hækkunar að ræða skulu þær taka gildi frá og með næstu mánaðamótum en breytingar til lækkunar skulu taka gildi um leið og hinar almennu breytingar taka gildi.

LB áskilur sér fullan rétt til að þess að breyta verði sem greitt er vegna notendaleyfa og búnaðar sem greitt er fyrir í erlendri mynt í samræmi við gengisþróun krónunnar gagnvart öðrum gjaldmiðlum.

Slíkar verðbreytingar skulu tilkynntar viðskiptavin með tölvupósti með 30 daga fyrirvara. Við óvenju sérstakar aðstæður, t.d. vegna verulegrar gengislækkunar á skömmum tíma, er þjónustusala heimilt að tilkynna verðbreytingar með skemmri fyrirvara. Ef um er að ræða vöru þar sem LB er endurseljandi leyfis sem eru keypt í erlendri mynt, þá áskilur LB rétt til þess að breyta verðinu án fyrirvara.

Komi til greiðsludráttar af hálfu viðskiptavinar áskilur LB sér rétt til innheimtu dráttarvaxta á reikninga sem greiddir eru eftir eindaga í samræmi við lög nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu.

Komi til verulegs greiðsludráttar áskilur LB sér rétt til að loka tímabundið á þjónustuna og krefjast opnunargjalds þegar hún er opnuð að nýju. Verulegur greiðsludráttur telst vera greiðsludráttur sem varir í meira en 30 daga eftir eindaga reiknings.

LB áskilur sér rétt til að fjarlægja uppsetningu kaupanda af vörunni í kerfum Microsoft 365 30 dögum eftir lokun. Ef tímabil vanskila fer yfir endurnýjunartíma áskriftar er LB heimilt að fjarlægja uppsetninguna á lokadegi áskriftar.
LB ábyrgist ekki það tjón sem viðskiptvinur kann að verða fyrir vegna lokunar og ábyrgist ekkivarðveislu gagna viðskiptavinar.

Hugbúnaðarleyfi frá öðrum framleiðanda sem LB framseldur notkunarrétt á til viðskiptavinar er selt á grundvelli viðskiptaskilmála framleiðenda. Um er að ræða endursölu á einkaleyfisbundnum, óframseljanlegum réttindum til notkunar þannig að eignarréttur til hugbúnaðarins er ekki seldur, heldur aðeins réttindin til að nota hann. Heimild til notkunar kann að gilda um ákveðinn umsaminn tíma. Hugbúnað af þessu tagi má ekki selja, leigja, framselja eða afhenda öðrum, nema um það sé sérstaklega samið. Afritun er háð takmörkunum, er framleiðandi eða eigandi hugbúnaðarins setur. Hugbúnaðarþjónusta kann að vera í boði við þessa tegund hugbúnaðar. Framleiðandi hugbúnaðarins eða LB í umboði hans veita þá þjónustu eftir því sem skilgreint er í samningi.

Sérreglur gilda um endursölu á Microsoft hugbúnaði. Viðskiptavinir sem kaupa Microsoft leyfi af LB eru skuldbundir til eins árs og geta ekki fækkað leyfum innan þess tíma. Einungis er hægt að fækka leyfum þegar ár er liðið frá upphafi áskriftar og þá í þeim mánuði er upphafleg áskrift hófst. Tilkynna þarf LB um breytingar á áskrift með a.m.k. eins mánaðar fyrirvara.

Óheimilt er að framselja réttindi og skyldur á grundvelli samningsins nema að fengnu skriflegu samþykki gagnaðila.
Þó er aðilum heimilt að framselja réttindi og skyldur samkvæmt samningnum til dótturfyrirtækja sem þeir eiga að öllu leyti, svo fremi að viðeigandi leyfi séu framseld til viðtakandi fyrirtækis. Efni framsalshafi ekki skyldur sínar samkvæmt samningi þessum skal framseljandi þó bera ábyrgð á réttum efndum hans gagnvart gagnaðila.

LB ber ekki ábyrgð á tjóni sem rekja má til sambandsleysis, rofs á fjarskiptum eða annarra truflana sem kunna að vera á rekstri hugbúnaðarnetsins hvort sem slíkt má rekja til línubilana, bilana í stöðvum eða annara ástæðna, nema rekja megi tjónið til ásetnings eða stórkostlegs gáleysi af hans hálfu.
LB ber ekki ábyrgð á tjóni sem viðskiptavinur eða þriðji aðili á hans vegum verður valdur að án meðábyrgðar LB.Það er á ábyrgð viðskiptavinar að gera prófanir á hugbúnaði áður en hann er tekinn í notkun og ber LB ekki ábyrgð á tjóni sem viðskiptavinur verður fyrir vegna virkni hugbúnaðarins sem rekja má til skorts á prófunum.

Skaðabætur takmarkast við beint tjón sem viðskiptavinur hefur orðið fyrir og gera má ráð fyrir að sé bein afleiðing af vanefnd samnings þessa. Bótaábyrgð innan samningsins nær ekki til óbeins tjóns gagnaðila þ.m.t. rekstrartaps, eða tjóns sökum þess að ekki hefur tekist að uppfylla samninga við þriðju aðila að hluta til eða að öllu leyti.

Ef LB getur ekki uppfyllt skyldur sínar samkvæmt samningnum vegna neyðarréttarlegra, óviðráðanlegra atvika falla skuldbindingar hans, þ.m.t. möguleg bótaábyrgð niður á meðan slíkt ástand varir.
Fyrir hvers konar mistök, villur, vanrækslu, truflanir, tafir, tjón eða galla á þjónustu þjónustusala á grundvelli þessa samnings og viðauka hans, skal bótaábyrgð LB fyrir hvert tjónstilvik nema að hámarki þeirri þóknun sem viðskiptavinur hefur sannanlega greitt til LB, vegna þeirrar tilteknu þjónustu sem tjónið tengist, á síðustu þremur mánuðum fyrir það atvik sem orsakaði umrætt tjón.

Samningur milli LB og viðskiptavinar skal ekki hafa áhrif á eignarétt aðila og/eða afnotarétt af hvers konar vél-, net- og hugbúnaði, öðrum hugverkum, atvinnuleyndarmálum, gögnum, trúnaðarupplýsingum og öðru efni sem tengist þjónustu skv. samningi þessum.
Samningur milli LB og viðskiptavinar hefur ekki í för með sér neins konar yfirfærslu á höfundarrétti frá einum samningsaðila til annars, nema þar sem ákvæði samnings kveða sérstaklega á um það.
Ef aðilar gera sérstakt samkomulag í tengslum við framkvæmd samnings um endurbætur eða frekari þróun tæknilegra lausna eða annars, þar sem annar aðilinn á hugbúnaði eða hugverk og réttindi tengd því, skal hin endurbætta eða þróaða lausn vera hluti réttindum þessa aðila, nema um annað sé samið.
LB telst almennt eigandi þess hugbúnaðar sem LB þróar fyrir viðskiptavin nema um annað sé samið.

Öll gögn og upplýsingar sem LB verður vísari um viðskiptavin og 3j aðila, sem og samningurinn sjálfur, skal vera trúnaðarmál þeirra á milli. Viðskiptavinuri skal á sama hátt gæta fyllstu trúnaðar um gögn og upplýsingar er varða LB. Upplýsingar skal aðeins nota í þeim tilgangi sem þær eru fengnar og að því marki sem nauðsynlegt er að framkvæmd samnings þessa.
Aðilar skuldbinda sig til að ljóstra ekki upp trúnaðarupplýsingum sem þeir hafa móttekið frá gagnaðila þ.m.t. upplýsingum um stjórnunarlegar, fjárhagslegar eða tæknilegar aðstæður gagnaðila, aðrar aðstæður varðandi rekstur, viðskipti eða atriði sem ætla má að teljist trúnaðarupplýsingar sem halda ber leyndum.
Upplýsingar, sem eru eða ætla má að séu á allra vitorði eða öllum aðgengilegar, teljast ekki trúnaðarupplýsingar, nema slíkar aðstæður stafi af broti á þessu ákvæði.
Þagnarskylda skal gilda áfram eftir að gildistíma samnings lýkur milli aðila.

Skilmálar þessir lúta íslenskum lögum. Ef eitthvert ákvæði skilmála þessara verður dæmt ógilt, ólöglegt eða óhæft til fullnustu, dregur það ekki á neinn hátt úr gildi, lögmæti eða fullnustuhæfi annarra ákvæða skilmálanna.
Ágreining um skilmála þessa skulu LB og viðskptavinur leitast við að leysa með samkomulagi. Ef ekki næst samkomulag skulu ágreiningsmál rekin fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur.