Nýjir starfsmenn : Inga Maria og Kristinn

Inga Maria Björgvinsdóttir hefur verið ráðinn sem Verkefnastjóri sölu- og innleiðinga hjá Leikbreytir. Inga hóf störf í byrjun árs hjá Leikbreyti en Inga Maria starfaði áður hjá S4S sem þjónustufulltrúi Netverslunar og sem sölumaður í Fyrirtækjadeild S4S. Eins hefur hún starfað sem söngkona og söngkennari.

„Það er mikill fengur fyrir okkur að fá Ingu til starfa og sérstaklega mikill styrkleiki að hún hefur notast við inneigna- og gjafakortalausnina okkar Gift to wallet hjá fyrri vinnustað sem er dýrmæt. Reynsla Ingu í sölu og þjónustu mun ekki síst reynast okkur mikilvæg á þeirri spennandi vegferð sem við erum á“ Yngvi Tómasson Framkvæmdastjóri

Kristinn Hrafn Daníelsson hóf einnig nýlega störf hjá Leikbreytir en Kristinn er nemandi við Tækniskólann á tölvufræðibraut einnig er hann meðlimur í Keppnisforitunarfélagi Íslands og hefur hann tekið þátt í ýmsum keppnum á þeirra vegum.
Leikbreytir er á mikilli siglingu þessa dagana og mörg af stærstu verslunarfyrirtækjum landsins hafa valið lausn Leikbreytis Gift to wallet til að halda utan um gjafakort sín en lausnin hentar bæði fyrir verslanir og verslanamiðstöðvar sem gjafakorta-, vildar- og nútíma greiðslumiðlunarlausn. Lausnin gerir verslunum kleift að gefa út gjafakort og vildarkort á hefðbundin hátt í prenti sem og Apple og Google Wallet. Merð kortunum er síðan hægt að greiða fyrir vörur í verslun og þar sem er kerfið er samþáttað LS Retail og DK pos ásamt flestum helstu vefverslunar og afgreiðslukerfum.

Viðskiptablaðið fjallaði um nýja starfsmenn Leikbreytis:

https://vb.is/folk/inga-til-lids-vid-leikbreyti/

 

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *