Hvernig starfsmann ætlar þú að ráða næst?

Leikbreyti mælum með að fyrirtæki ráði til sín snjallmenni

Árið 2020 varð sprenging í verslun á netinu. Mörg fyrirtæki höfðu vart undan við að sva

ra fyrirspurnum viðskiptavina og voru mörg hver með margra daga halann á eftir sér af ósvöruðum fyrirspurnum. Sum fyrirtæki brugðust við með því að reyna að stjórna væntingum viðskiptavina með sjálfvirkum tölvupósti þar sem tekið var fram að mikið álag væri og svara mætti vænta eftir nokkra daga. Flest fyrirtæki þurftu að fá fleiri starfsmenn til þess að svara fyrirspurnum viðskiptavina sem oft er tímafrekt og auk þess sem að margir viðskiptavinir eru með sömu fyrirspurnina t.d. hver er opnunartími í verslun o.s.frv..

 

snjallmenni.
Við hjá Leikbreyti mælum með að fyrirtæki ráði til sín snjallmenni.

Hvernig ætlar þitt fyrirtæki að bregðast við auknum fyrirspurnum á netinu?

Við hjá Leikbreyti mælum með að fyrirtæki ráði til sín snjallmenni. Snjallmenni geta létt undir með að svara fyrirspurnum viðskiptavina. Eins og um almennan starfsmann væri að ræða getur snjallmennið svarað stöðluðum fyrirspurnum fyrst svo sem um opnunartíma og svo framvegis en eftir því sem fjárfest er í þjálfun hans getur hann svarað flóknari fyrirspurnum. Snjallmennið er auk þess alltaf í vinnunni, það þarf ekki að greiða snjallmennum yfirvinnu og það tekur sér hvorki sumarfrí né veikindadaga. Allir vilja ráða starfsmenn sem eru stundvísir, vinnusamir og passa inn í fyrirtækjamenninguna, snjallmenni Leikbreytis uppfylla öll þessi skilyrði. Við mælum með að næsti starfsmaður sem fyrirtækið þitt ræður verði snjallmenni. Endilega heyrðu í okkur til þess að fá frekari upplýsingar um hvað snjallmenni gæti gert fyrir fyrirtækið þitt.

Endilega heyrðu í okkur til þess að fá frekari upplýsingar um hvað snjallmenni gæti gert fyrir fyrirtækið þitt. Bóka fund!

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *