Lausnir fyrir farsímaveski vekja athygli

farsímaveski vekja athygli

Það er fátt skemmtilegra en að fá góða umfjöllun um lausnir sem við höfum unnið.

Síðastliðna mánuði höfum við unnið að lausn fyrir S4S sem gerir þeim kleift að bjóða viðskiptavinum sínum að setja gjafakort og inneignarnótur í Apple Wallet og í Android síma.

Með því að setja gjafakort og inneignarnótur í farsímaveskið sér viðskiptavinurinn alltaf hversu mikil inneign er eftir og með tækninni getum við minnt fólk á að nýta kortin þegar það nálgast verslanir S4S út frá GPS tækninni.

Veskis lausnir Leikbreytis eru ný lausn sem fyrirtækið bíður upp á og reiknum við með að mikil eftirspurn verði eftir lausninni. Við leggjum mikið upp úr því hjá Leikbreytir að finna ekki upp hjólið aftur og höfum því að hluta til unnið þessar lausnir í samvinnu með Þýsku fyrirtæki sem hefur lengi þróað veskis lausnir. Lausnirnar henta fyrirtækjum í verslunargeiranum, söfnum og fyrirtækjum og stofnunum sem selja aðgangsmiða og aðgangsáskriftir ofl. svo eitthvað sé nefnt.

S4S rekur verslanirnar : AIR / AIR.is / ECCO / ELLINGSEN / ELLINGSEN.IS / KAUPFÉLAGIÐ / SKECHERS / SKÓR.IS / STEINAR WAAGE / TOPPSKÓRINN

Út frá viðskiptamiðuðum sjónarmiðum viljum við einnig nota tækifærið og hrósa S4S fyrir hrikalega flotta auglýsingaherferð sem má sjá hér:

Við viljum ekki síst hrósa S4S fyrir að bera hag neytenda að leiðarljósi en lausnin gengur út á að inneignarnótur og gjafakort gilda að eilífu og engar líkur á að þú týnir gjafakortinu eða inneignarnótu strimlinum með lausninni.

Fjallað var um lausnina hjá morgunblaðinu: https://www.mbl.is/vidskipti/frettir/2021/10/06/gjafakort_komin_yfir_i_simann/

 

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *